Fréttir

Sigra fagnað

Sigri
Sigri
1 af 3

Þorgeir og Finnur í Þörungaverksmiðjunni vori svo heppnir að hitta á Ómar Kristjánsson og Jón Helga frá Purrkey við höfnina í Stykkishólmi. Nýi sláttupramminn sem þeir bræður Óskar og Ingvar Kristjánssynir hafa smíðað og fengið skráðan lá utaná Flatey, dráttarbáti Þörungaverksmiðjunnar. Ómar og Jón Helgi buðu í prufusiglingu á prammanum sem hefur fengið nafnið Sigri. Nafnið er komið frá langföður þeirra bræðra sem hét Sigri að millinafni. Pramminn er listasmiði og ýmsar nýjungar er að finna í honum. Næstu verkefni felast í ýmsum prófunum og svo tilraunir með slátt á þangi.