News

Ef þér liggur lítið við ..

Svona orðalag notaði Halldór Laxness. Þetta þýðir þú mátt kalla á mig ef þu þarft á mér að halda. Thorverk brást skjótt við beiðni í gær um að láta af hendi olíubirgðir til að keyra varaafl á Reykhólum. Rafmangslaust hefur verið frá Hrútatungu frá því á þriðjudag. Guðmundur á Grund hafði staðið vaktina í meira en sólarhring í gær miðvikudag 11. 12 2019 þegar hann sá að nú færi að lækka í olíubirgðunum. Bæði stóri gamli dísilrafallinn og sá nýji eru keyrðir. Brynjólfur og Óli Smárasynir ásamt Bjössa Samúelssyni brugðust við og sóttu um 1400 lítra í olíuskúr Þörungaverksmiðjunnar. Þetta ætti að duga í svona 2 sólarrhinga. Víða í sveitinni er rafmagnslaust og farið að kólna ískyggilega. Á meðan dælum er haldið í gangi með rafmagni þá ætti ekki að kólna í húsum á Rerykhólum. En Þörungaverksmiðjan fer ekki í gang ef eingöngu er keyrt á varaafli.