Fréttir

Bryggjuplanið steypt

Steypunni dælt
Steypunni dælt
1 af 2

Á meðan löndun stendur þurfa öll löndurtæki, krani, skip, grindur, dráttarvél og vagn að halda í sér andanum svo að allir komist fyrir og framhjá. Loks er verið að steypa gólf á bryggjuna, ofan á fremsta hlutann sem féll í sjóinn á sínum tíma. 

Bryggjan hefur öll verið byggð upp, breikkuð og gerð tvöföld á köflum þannig að dráttarvél og krani geta mæst. Að auki er komin lýsing meðfram slóðanum fram á bryggju. Þetta verða nokkuð þungir flutningar eftir vegarspottanum niður í átt að Karlsey. 

En bryggjan ítur vel út og veitir okkur gleði inn í sumarið. Það er verktakinn Geirnaglinn sem sér um verkið.