Skipið er um 88m langt. Nú kemur sér einstaklega vel að búið er að lengja og styrkja bryggjuna og dýpka framan við hana svo að skip getur náð nokkra metra út fyrir bryggjuna að framan og aftan. Aðstaðan er einstaklega góð, nóg pláss til að snúa við og mæta öðrum farartækjum.
Eins og áður er mjölið tekið úr sílóum, allt að 1000 tonn í lausu beint ofan í lest. Starfsmenn skiptast á að fylgjast með viktinni, keyra með mjöl í kössum niður á höfn, skrá allt, losa um mjölið í turnum og sturta úr kössum ofan í lestina með hárri bómu og tvöföldum krókum.
Það hefur aldrei gengið eins hratt og vel fyrir sig að skipa út þörungamjöli, enda er unnið á 8 tíma vöktum í öllum störfum.