Fréttir

Grettir eins og nýr

Nýr landgangur eykur öryggi
Nýr landgangur eykur öryggi
1 af 3

Nýlega kom Gettir úr slipp. Í skipinu er nú bæði nýr lestunarkrani og landgangur sem nær milli skips og bryggu þótt fjari út og inn á meðan skipið liggur í höfn. 


Meira

Vinna við höfnina

góðaveðrið
góðaveðrið
1 af 5

Veturinn 2022-2023 hafa stórtæk vinnutæki frá Borgarverki verið á stöðugu sveimi eftir hlaðinu og hafnargarðinum við Reykhóla. Verið er að breikka og lengja hafnarkanta, dýpka legupláss og innsiglingarálinn. Verktakarnir og starfsmenn verktakans hafa átt góð samskipti og hefur skipting vinnusvæðis gengið árekstralaust. 


Meira

Framkvæmdir við Reykhólahöfn

Tækin
Tækin
1 af 5

Haust og vetur 2022-2023 standa yfir breytingar og bætur á Reykhólahöfn. Vðgerðir og uppfærsla var á áætlun í ár, en eitthvað verða framkvæmdir meiri en til stóð, vegna þess að hluti kantsins hrundi við dýpkun á rennunni inn í hafnarkjaftinn. 


Meira

Tilraunir með pressaðan þangsafa

Anna Þóra og Guðný
Anna Þóra og Guðný
1 af 2

Siðasta dag ágústmánaðar var farið með um 300 kg af þangi til Skagastrandar til frekari úrvinnslu. Þar er fyrir Steindór Haraldsson og á hann sem og Bio-Pól á staðnum ýmis nytsamleg tæki til að vinna þangið á viðeigandi hátt. Hökkun og blöndun, fínhökkun og síun er meðal þeirra skrefa sem þangið fer í gegnum. 


Meira

Enginn slasaður, en nú munaði ekki miklu!

Vegsummerki fyrst um morguninn
Vegsummerki fyrst um morguninn
1 af 8

Bryggjan á Reykhólum er í stanslausri notkun. Það var því talsvert áfall að koma að bryggjunni um morguninn 26. júlí. Í ljós kom að um nóttina hafði þilið að sunnaverðu gefið sig. Bryggjukanturinn með pollum, netaborði og samanbrotnum þangpokum var allt farið í sjóinn.


Meira

Sumarstarfsmenn flykkjast inn

Sigurjón Torfason, Adrian Artúrs, Egill barnabarn Indu, svo Styrmir, Sigurvin Eyvindarson, Ísak Brynjólfsson, Samúel Björnsson og Jón frændi Ágústu
Sigurjón Torfason, Adrian Artúrs, Egill barnabarn Indu, svo Styrmir, Sigurvin Eyvindarson, Ísak Brynjólfsson, Samúel Björnsson og Jón frændi Ágústu

Í vor koma nýir og fyrri starfsmenn aftur inn í þangvertíð. Að þessu sinni einungis sprækir ungir karlmenn. 


Meira

Undirrituð viljayfirlýsing

Finnur Árnason og Jón Atli Benediktsson tókust í hendur eftir undirritun viljayfirlýsingar um samstarf í Þörungamiðstöð Íslands. 

Góðar umræður sköpuðust um þörunga, líffræði þeirra og nýtingu við þetta tækifæri. Fulltrúi nemenda var Anna Þóra Hrófsdóttir, doktorsnemi en sviðsforsetar mættu einnig sem og tengiliður Stofnunar rannsókasetra Háskóla Íslands. 

 


Meira

Og allir komu þeir aftur

Mynd frá Fly over Iceland.
Mynd frá Fly over Iceland.

.. og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló. 

 Árshátíð Þörungaverksmiðjunnar var haldin um helgina sem leið. Allir fengu góðan mat, góðan félagsskap og gott hótelherbergi. 

Á laugardeginum var farið í flug yfir Ísland. Þar sem Óli skrækti og Águsta lyfti fótum, mun Viktor hafa kúrt sig niður í bringu með lokuð augun. En þetta var svaka gaman. Á eftir fóru allir á Kaffivagninn við höfnina og kláruðu kleinurnar, kanelsnúðana og hjónabandssæluna. Svaka gaman. 


Ís um allar fjörur

fjörur í klakaböndum
fjörur í klakaböndum
1 af 3

Óvenjumikill snjór hefur verið í Reykhólahreppi að undanförnu. Einnig eru fjörar klakabundnar. Grettir hefur siglt gegnum þunnan lagnaðarís á leið á þaramiðin. 


Meira

Stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands

Fv: María Maack sjávarlíffræðingur, Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri, Oddur Már Gunnarsson, forstjóri MATÍS og Anna Kristín Daníelsdóttir, aðstoðarforstjóri MATÍS.
Fv: María Maack sjávarlíffræðingur, Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri, Oddur Már Gunnarsson, forstjóri MATÍS og Anna Kristín Daníelsdóttir, aðstoðarforstjóri MATÍS.
1 af 2

Þörungaverksmiðjan tekur nú virkan þátt í að stofna Þörungamiðstöð Íslands á Reykhólum. Þetta er rannsókna- og þróunarsetur um þörunga á Reykhólum. Tilgangur þess er að efla rannsóknir, vinnsluþróun og fræðslu með áherslu á stórþörunga, vistfræði þeirra, vöxt og uppskeru, ræktun og notkun. Þetta verður gert í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir, háskóla, fyrirtæki sem og Reykhólahrepp.

Sveitarstjórn Reykhólahrrepps vill stuðla að fjölbreyttari atvinnu ekki síst með því að finna nýjar leiðir til nýtingar auðlinda sveitarfélagsins. Gott byrjunarskref er tekið með því að auðvelda aukið rannsóknar- og þróunarstarf og bjóða til þessa aðstöðu og þjónustu bæði handa nýjum og eldri íbúum. Þátttaka í stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands  sýnir þessa stefnu í verki og staðfestir sterka framtíðarsýn fyrir þorpið sem var byggðist upp vegna stofnunar Þörungavinnslunnar eða þang og þaraþurrkunarstöðvar á áttunda áratug síðustu aldar.


Meira