Fréttir

Viðskiptavinir í heimsókn

Ferðafólkið var í þykkum úlpum og peysum.
Ferðafólkið var í þykkum úlpum og peysum.
1 af 3

Það var þröngt á þingi 22. nóvember í kaffistofunni. Erlendir gestir frá Spáni, suður-Ameríku og víðar komu landleiðina frá Reykhólti og tóku hús á okkur. Þauð vildu, sem notendur af afurður Þörungaverksmiðjunnar, kynnast svæðinu, starfsemi og staðháttum til að skilja muninn á aðstæðum hjá sér og okkur. Líka til að vita meira um hvað þau hafa í höndunum; hver er líffræðin og vistkerfið, hvað leggja starfsmenn verksmiðjunnar á sig til að framleiða þá vöru sem þau hafa í höndunum.

 


Meira

Nýir starfsmenn að utan

Robert, Natascha og Marcus
Robert, Natascha og Marcus

Eins og annars staðar á landinu vantar stöðugt starfsfólk, ekki síst þegar unga fólkið snýr aftur í skóla. Í haust hefur bæst við nýtt vinnufólk. Þau eru frá Þýskalandi, Lettlandi, Úkraíu og Póllandi. 


Meira

Enn af hafnarvinnu

Enn er unnið er að lagfæringu og uppfærslu á höfninni á Reykhólum. Það hætta sér ekki margir fram á bryggju til að verða ekki fyrir stórum vinnutækjum verktaka. En Unnsteinn Birgisson er einkar lunkinn við að taka drónamyndir af athafnasvæðinu. 


Meira

Stórflutningar

Þarna sést mjölið og frágangur á gámum
Þarna sést mjölið og frágangur á gámum
1 af 6

Þar sem höfnin á Reykhólum er í lamasessi þá kemst hið árlega þörungamjöls-flutningaskip ekki að bryggju. Þess í stað eru turnarnir tæmdir í mjölgáma og ekið til Hólmavíkur. 


Meira

Enn bætist í hóp sumarstarfsfólks

Michael Aron
Michael Aron
1 af 2

Það er alltaf gaman að sjá meiri fjölbreytni í starfsmannahópnum. Tvö hafa nýlega bæst við sumstarstarfsfólk: Matilda og Michael. Hér eru þau ásamt Sigurvini að þrífa hráefnisplan og aðkeyrslur í hásumarblíðunni. Þangvertíð er í fullum gangi. 


Rannsóknir á hrossaþara í Breiðafirði

María Maack, Karl Gunnarsson, Erlendur Bogason, Þorgeir Kristófersson
María Maack, Karl Gunnarsson, Erlendur Bogason, Þorgeir Kristófersson
1 af 6

Dagana 22-26. júní 2023 fóru kafarar með bátnum Skeley á nokkur þekkt slæðingarsvæði þara á Breiðafirði. Þörungaverksmiðjan hefur nýtt þessi dreifðu svæði allt frá 1985 í samræmi við sams konar rannsóknir sem Dr Karl Gunnarsson gerði. Greining hans og niðurstöður hafa verið notaðar sem viðmiðunarrammi fyrir uppskeru og sláttuaðferðir Þörungaverksmiðjunnar frá þessum tíma. Talið er að uppskerubúnaðurinn gegni mikilvægu hlutverki í því að velja fullvaxna þaraþöngla en að skilja við botninn í góðu ástandi. Niðurstöður Karls birtust í Riti Fiskideildar Vol. XII No. 1, Hafrannsóknaastofnun, 1991) 


Meira

Við bindum kolefni

Fyrra gengið
Fyrra gengið
1 af 4

Hjá Þörungaverksmiðjunni er notuð heimafengin leið til að binda klotvísýring sem kemur árlega frá starfsemi verksmiðjunnar. 
Í ár keypti Þörungaverksmiðjan 3.200 tré. Starfsmenn iðjuversins (20 manns í 2 daga) fara í hópi með leiðtoga til að gróðursetja öll þessi tré. Fjöldi trjáa er reiknaður í samræmi við fáanlegar plöntur, og bindingarreiknivélar Kolviðar. Kolviður er íslenski kolefnissjóðurinn, þar eru reiknivélar sem sýna hvernig á að áætla kolefnisbindingu miðað við hversu mikla eldsneytislosun þú vilt draga úr. Landið sem notað er til gróðursetningar tilheyrir sveitarfélaginu og er á leigu hjá Skógræktarfélaginu Björk til 100 ára, 1951 -2051. Íbúar Reykhólahrepps hafa að sjálfsögðu gróðursett frá 1951. Einhver hæstu tré Vestfjarða eru í Barmahlíðarskógi og nú heldur Þörungaverksmiðjan uppi merkjum til að hylja land og koma í veg fyrir rof.

 


Meira

Grettir eins og nýr

Nýr landgangur eykur öryggi
Nýr landgangur eykur öryggi
1 af 3

Nýlega kom Gettir úr slipp. Í skipinu er nú bæði nýr lestunarkrani og landgangur sem nær milli skips og bryggu þótt fjari út og inn á meðan skipið liggur í höfn. 


Meira

Vinna við höfnina

góðaveðrið
góðaveðrið
1 af 5

Veturinn 2022-2023 hafa stórtæk vinnutæki frá Borgarverki verið á stöðugu sveimi eftir hlaðinu og hafnargarðinum við Reykhóla. Verið er að breikka og lengja hafnarkanta, dýpka legupláss og innsiglingarálinn. Verktakarnir og starfsmenn verktakans hafa átt góð samskipti og hefur skipting vinnusvæðis gengið árekstralaust. 


Meira

Framkvæmdir við Reykhólahöfn

Tækin
Tækin
1 af 5

Haust og vetur 2022-2023 standa yfir breytingar og bætur á Reykhólahöfn. Vðgerðir og uppfærsla var á áætlun í ár, en eitthvað verða framkvæmdir meiri en til stóð, vegna þess að hluti kantsins hrundi við dýpkun á rennunni inn í hafnarkjaftinn. 


Meira