Fréttir

Of gott veður

glaðasólskin
glaðasólskin
1 af 2

Stundum er veðrið bara of gott. Ef hitastigið fer upp undir 20°C og allir að hamast í löndun þá er einfaldlega ekki hægt að vinna endalaust án þess að njóta. Se betur fer á Þörungaverksmiðjan gott grill. Heimir brá á það ráð að skreppa í búðina og keypti upp allar pylsur og lambasneiðar. Svo tók Viktor að sjálfsögðu við töngunum og grillaði út og suður ofan í allt liðið. 

Svona eiga sumardagar að vera. Gott veður, góður matur, góður félagsskapur. - Já og takk Sigga hans Heimis fyrir glæsilegt kartöflusalat. 


Aðalfundur 2021

Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn föstudaginn 20. ágúst kl 13 á skrifstofu félagsins í Karlsey á Reykhólum.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

 


Vorboðarnir

Egill og Óli
Egill og Óli
1 af 3

Hjá Þörungaverskmiðjunni er það árviss viðburður að nýtt starfsfólk kemur í sumarbyrjun eins og farfuglarnir með vorið. Nú hefur bæst í hópinn margt nýtt starfsfólk sem hér með er kynnt til sögunnar. 


Meira

Þangsláttur hafinn

Fólk að fara yfir atriði sumarsins
Fólk að fara yfir atriði sumarsins
1 af 4

Við komu sumars, síðustu viku í apríl, hófst þangsláttur hjá í Þörungaverksmiðjunni.


Meira

Fyrsti neminn kominn á samning hjá meistara í vélvirkjun

Finnur, Eyjólfur Hermannsson og meistari Björn Samuelsson
Finnur, Eyjólfur Hermannsson og meistari Björn Samuelsson

Eyjólfur Hermannsson er fyrsti iðnneminn sem kemst á samning hjá Þörungaverksmiðjunni síðan meistari hans var hér á samningi í den tíð.


Meira

Neyðarkall björgunarsveitanna 2020

1 af 2

Þörungaverksmiðjan stykir Björgunarsveitina Heimamenn árlega með kaupum á stóra Neyðarkallinum. Við fengum karlinn afhentan í dag frá björgunarsveitinni og sómar hann sér vel í safninu með hinum félögunum sínum.

Þörungaverksmiðjan þakkar öllu björgunarsveitarfólki fyrir óeigingjörn störf sín hjá björgunarsveitum landsins.


Gestaheimsóknir ekki í boði, en skoðið Hlunnindasýninguna

Uppskeru safnað
Uppskeru safnað
1 af 3

Kæru landar á ferðalagi. Í Þörungaverksmiðjunni er lokað fyrir gestaheimsóknir. Það er hættulegt að fara um hafnir þar sem fluttir eru tugir tonna af þangi frá borði í skipum og upp á drátarvélavagn, sjóðandi hitt hveravatn flæðir um rör og færibönd og gámaflutningabílar koma til að sækja farma. En á Reykhólum skammt frá búðinni /Restaurant 380 er hins vegar Hlunnindasýningin. Þar eru sýndir þörungar úr Breiðafirði, mjöl sem er útflutningsvara Þörungaverksmiðjunnar og ýmsir hlutir sem gerðir eru úr þörungum. Nýtið ykkur þetta og spyrjið út í Þörungaverksmiðjuna þar.  


Grettir kominn, þangvertíð hafin

Grettir hlaðinn
Grettir hlaðinn
1 af 5

Spenna, tilhlökkun, gleði og kuldahrollur fór gegnum fólk sem mætti niðri á Reykhólahöfn á summudeginum 10.maí.  Grettir var loksins að leggjast að með fyrstu þanguppskeru þessa vors. Skipið hefur farið i gagngera viðgerð og endurbætur. Beðið var með óþreyju eftir nýmáluðu skipi og ekki síður nýjum skipstjóra.


Meira

Þangvertíð að hefjast

Guðlaugur hefur staðið í ströngu með að flytja dekkin frá sorpsvæðinu niður á höfn.
Guðlaugur hefur staðið í ströngu með að flytja dekkin frá sorpsvæðinu niður á höfn.
1 af 3

Sem betur fer hefur ekki greinst smit af COVIT hjá verksmiðjufólkinu né öðrum sveitungum. Hjá Þörungaverksmiðjunni hafa allir húnar og aðrir fletir í almannarými verið sprittaðir tvisvar á dag og hópurinn borðar og fær sér kaffi í uppskiptum hópum. 

Á sama tíma er Grettir í yfirhalningu í slippi. Sláttuprammarnir hafa nú þegar verið settir á flot, nýmálaðir og viðgerðir. Tíminn hefur verið notaður vel í gagngeran þrifnað, endurnýjun pípa og færibönd í sílóum.

Á sama tíma má greina frá ánægjulegum tíðindum: Verið er að breikka og dýpka rennuna inn að höfninni og Vegagerðin ætti einnig á að dýpka höfnina við legukantinn. Sveitarfélagið er á sama tíma að endurnýja stóru hlífðardekkin svo að bátarnir skemmist síður í hvassviðri. Fanney hefur að sjálfsögðu lokið við viðgerðir á pokum og endurnýtingu á lásum og húsið við sílóin eru í fínu standi.  

Sláttumenn eru mættir á svæðið og hafa flikkað upp á bátana sína. 

Við vonum að innsiglingin verði öruggari og betri í framhaldinu. Gleðilegt sumar kæru félagar og sveitungar.  


Thorverk var tilnefnt

Myndin er af forsíðu skýrslu Félags sameinuðu þjóðanna og sýnir heimsmarkmiðin
Myndin er af forsíðu skýrslu Félags sameinuðu þjóðanna og sýnir heimsmarkmiðin

Það er mikil ánægja okkar að Thorverk hefur verið tilnefnt til Þekkingarverðlauna félags viðskipta og hagfræðinga. Eins og segir í bréfi frá Telmu Eir Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra, er tilefnið eftirfarandi: 

Íslensku þekkingarverðlaunin 2020 verða veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar hefur skarað fram úr á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og þegar kemur að ábyrgri og áhrifaríkri stefnu varðandi umhverfismál.

Sjáum hvað setur, en forseti Íslands afhendir verðlaunin síðar. Einkum er horft til þess hvernig fyrirtæki reyna að nálgast 17 sjáfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna en um þau má lesa á íslensku Wikipedíu eða skýrslu SÞ