Einnota plast getur lent i sjónum. Oftast brotnar það einnig niður í örfínar trefjar sem geta þvælst í tálkn fiska. Thorverk ákvað nýlega að ganga til samstarfs við Silfraberg sem selur þunnt pökkunarplast sem er sterkt, niðurbrjótanlegt og endurvinnanlegt.
Hæfileg auðlindanýting er Þörungaverksmiðjunni hjartans mál. Á sama hátt er mengun og úrgangsmál mikilvæg. Grettir og prammar nota dísil olíu í ferðir og slátt svo að þrátt fyrir notkun jarðvarma í þurrkun þá er útblástur koltvísýrings talsverður á hverju ári.
Stundum er veðrið bara of gott. Ef hitastigið fer upp undir 20°C og allir að hamast í löndun þá er einfaldlega ekki hægt að vinna endalaust án þess að njóta. Se betur fer á Þörungaverksmiðjan gott grill. Heimir brá á það ráð að skreppa í búðina og keypti upp allar pylsur og lambasneiðar. Svo tók Viktor að sjálfsögðu við töngunum og grillaði út og suður ofan í allt liðið.
Svona eiga sumardagar að vera. Gott veður, góður matur, góður félagsskapur. - Já og takk Sigga hans Heimis fyrir glæsilegt kartöflusalat.
Hjá Þörungaverskmiðjunni er það árviss viðburður að nýtt starfsfólk kemur í sumarbyrjun eins og farfuglarnir með vorið. Nú hefur bæst í hópinn margt nýtt starfsfólk sem hér með er kynnt til sögunnar.
Eyjólfur Hermannsson er fyrsti iðnneminn sem kemst á samning hjá Þörungaverksmiðjunni síðan meistari hans var hér á samningi í den tíð.
Þörungaverksmiðjan stykir Björgunarsveitina Heimamenn árlega með kaupum á stóra Neyðarkallinum. Við fengum karlinn afhentan í dag frá björgunarsveitinni og sómar hann sér vel í safninu með hinum félögunum sínum.
Þörungaverksmiðjan þakkar öllu björgunarsveitarfólki fyrir óeigingjörn störf sín hjá björgunarsveitum landsins.
Kæru landar á ferðalagi. Í Þörungaverksmiðjunni er lokað fyrir gestaheimsóknir. Það er hættulegt að fara um hafnir þar sem fluttir eru tugir tonna af þangi frá borði í skipum og upp á drátarvélavagn, sjóðandi hitt hveravatn flæðir um rör og færibönd og gámaflutningabílar koma til að sækja farma. En á Reykhólum skammt frá búðinni /Restaurant 380 er hins vegar Hlunnindasýningin. Þar eru sýndir þörungar úr Breiðafirði, mjöl sem er útflutningsvara Þörungaverksmiðjunnar og ýmsir hlutir sem gerðir eru úr þörungum. Nýtið ykkur þetta og spyrjið út í Þörungaverksmiðjuna þar.
Spenna, tilhlökkun, gleði og kuldahrollur fór gegnum fólk sem mætti niðri á Reykhólahöfn á summudeginum 10.maí. Grettir var loksins að leggjast að með fyrstu þanguppskeru þessa vors. Skipið hefur farið i gagngera viðgerð og endurbætur. Beðið var með óþreyju eftir nýmáluðu skipi og ekki síður nýjum skipstjóra.