Reykhólahreppur stendur fyrir kynningarfundi um framtíð Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Fundurinn verður í matsal Reykhólaskóla, miðvikudaginn 18. október kl. 16 - 18. Fundurinn er öllum opinn og er haldinn fyrir alla þá sem hafa hagsmuna að gæta gagnvart stöðu verksmðjunnar í samfélaginu nær og fjær.
Tilefnið eru áform um stóraukna sókn í þang í Breiðafirði, lagasetning um öflun sjávargróðurs í atvinnuskini og rannsóknir á þangi og þara.
Dagskrá fundarins er þessi:
1. Setning Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.
2. Rannsóknir á þangi og þara - framhald. Dr. Karl Gunnarsson sérfræðingur, Hafró.
3. Ný löggjöf um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur, Atvinnu- og nýsköpunarrn.
4. Nýting sjávargróðurs í atvinnuskyni. Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands.
5. Framtíðarsýn Þörungaverksmiðjunnar. Finnur Árnason framkvæmdastjóri, Þörungaverksmiðjunni.
6. Leyndarmál í uppsiglingu María Maack fulltrúi, ATVEST
7. Fyrirspurnir og umræður súpa í boði .
Vonandi koma sem flestir !
Það er ekki að spyrja um hollustu þörungamjöls, allt að springa af vítamínum og steinefnum. Þess vegna heftur það einmitt verið notað í skepnufóður. En nú hefur fundist ný hlið á málinu. Haldiði ekki að þörungamjöl geti snardregið úr gróðurhúsaáhrifum af freti frá kúm. Allir vita að við það að jórtra myndast metangas sem leitar uppúr og niðrúr blessuðum baulunum. En við að éta þörungamjöl þá getur ástandið batnað til muna.
FMC sem er stærsti hluthafi í Þörungaverksmiðjunni sendi fyrr á árinu einn viðurkenningarskjöldinn í viðbót fyrir slysalaust árið 2016. Fyrir voru skyldir fyrir árin 2015, 2014 og 2013/2012. Að sjálfsögðu urðu ýmis óhöpp á árinu og eitt eða tvö sem hefðu getað orðið alvarleg. Til allrar hamingju fagnar því Þörungaverksmiðjan fimmta eða sjötta slysalausa árinu í röð.
Öryggismál hafa verið tekin föstum tökum á undanförnum misserum. Mjög stífar röfur eru frá FMC og ýmsir staðlar og eftilitsblöð til að bæta og auka öryggi. Mikilsvert er að margar breytingar til bóta og uppástungur um betri aðbúnað hafa komið frá starfsmönnum sjálfum. Hér er mynd af skjöldunum fjórum sem nú hanga á kaffistofunni.
Björgunarsveitin á Reykhólum nefnist Heimamenn. Hún stendur oft í ströngu við að bjarga bílum og farþegum úr vetrarsköflum. En einnig kemur fyrir að umferð á sjó þurfi á hjálp að halda.
Það var því rausnarlega bætt í söfnun Heimamanna fyrir björgunarbát árið 2016. Frá því var greint á Reykhólavefnum að Þörungavinnslan hefði lagt 2 milljónir í söfnunina og tryggt að á staðnum væri bátur sem gæti komið til hjálpar þegar á reynir. Ekki leið á löngu þar til Heimamenn þurftu að mæta á strandstað rannsóknskipsins Drafnar sem var við mælingar á Þorskafirði.
Gúmmí-björgunarbátur er að sjálfsögðu mikið öryggistæki fyrir skipverja á Gretti eða sláttumenn á prömmum Þörungaverksmðjunnar.
Birna Björnsdóttir, Finnur Árnason og Bjarni Þór komu færandi hendi í Reykhólaskóla fyrir stuttu. Í handraðanum voru þau með heilan helling af endurskinsvestum. Hvert barn í leikskólanum og skólanum fengu sitt sérmerkta vesti með prentaðu eiginnafni. Þannig er engin hætta á að þau ruglist. Einnig fengu allir kennarar endurskinsvesti. Nú er lítil hætta á að bílstjórar geti litið fram hjá barna- og kennarahópum sem eru á gangi á Reykhólum og nágrenni. Upplýstir nemendur að innan og utan og upplýstir kennarar að utan og innan. Á Reykhólavefnum er birt lengri frétt og fleiri myndir.