Það er ekki að spyrja um hollustu þörungamjöls, allt að springa af vítamínum og steinefnum. Þess vegna heftur það einmitt verið notað í skepnufóður. En nú hefur fundist ný hlið á málinu. Haldiði ekki að þörungamjöl geti snardregið úr gróðurhúsaáhrifum af freti frá kúm. Allir vita að við það að jórtra myndast metangas sem leitar uppúr og niðrúr blessuðum baulunum. En við að éta þörungamjöl þá getur ástandið batnað til muna.