Fréttir

Sólhvörf 20. desember

Nú fer aftur að birta. Vetrarsólhvörf eru ætíð dagana 20-23 desember og koma snemma í ár. Eftir það fer sólin aftur að hækka á lofti. 

Vegna þessara löngu nátta vill Þörungaverksmiðjan tryggja að minnstu íbúarnir sjáist vel í myrkrinu. Styrmir Gíslason, sem nú er formaður öryggisnefndar fór með sýnileikavesti í leikskólann og gaf öllum. 

 


Meira

Lagnir

Töluvert rask er á veginum til saltsins
Töluvert rask er á veginum til saltsins
1 af 4

Brynjólfur Smárason er flinkur gröfumaður. Ólafur bróðir hans líkast til líka. En þessa dagana er Bolli að grafa ráisr og skurði fyrir strengi, pípur og alls kyns rör niður eftir hafnarstræti og niður á bryggju. 


Meira

Enn af bryggjunni og voginni einnig.

vogin í eftirliti
vogin í eftirliti
1 af 4

Það er alltaf gaman að skoða myndirnar hans Unnsteins af framförum á bryggjunni. Nú er verið að steypa bryggjugólfið. 

Steypan er flutt alla leið frá Borgarnesi, 153 kílómetra. Bílarnir hafa fengið að nota vogina innan girðingar hjá Þörungaverksmiðjunni til þyngdarmælinga. Bryggjan er miklu breiðari en fyrr og pláss til að snúa við og athafna sig með stórum tækjum er miklu betri en var. 

 


Meira

Egill kominn í var

Þarna kúrir Egill
Þarna kúrir Egill
1 af 3

Á Reykhólum er bátasafn. Þar er breiðfirski súðbyrðingurinn hafður í heiðri og allir bátir safnsins hafa verið skráðir samkvæmt safnareglum. Margir bátanna eru úr smiðjum Breiðafjarðareyja og eru að jafnaði grunnir, alhliða bátar. Ein gersemin, tólfæringurinn Egill hefur nú verið sóttur og stendur hann framan við hlunnindasýninguna á Reykhólum. 


Meira

Bryggjan og höfnin

Stundum hvessir
Stundum hvessir
1 af 3

Þetta seiglast í rétta átt. Nú er búið að leggja rör og lagnir niður eftir veginum og út á Bryggjuhæl. Brynjólfur Smárason kom til að redda lögnum, svo að ekki yrðu enn meiri tafir á fra´gandi bryggjunnar. 

 

 


Meira

Gróðursetning

Blágreni
Blágreni
1 af 9

Þegar vindurinn hægir ögn á sér fara starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar saman í hópum til að gróðursetja. Fyrst var sett niður norð-austan við Álftaland og vestan við Grundará. um 266 plöntur Síðan í skipulagða landið á Höllustöðum. 

 


Meira

Við viljum ráða vísindafólk

Stefnt er að meiri vöruþróun
Stefnt er að meiri vöruþróun

Thorverk auglýsti nýlega stöðu auðlindastjóra. Í starfinu felst alls kyns umsjón með rannsóknum, skýrslum um stöðu mála, undirbúningur vottana,  úrgangsmál, nýjungar, fræðsla, og fleria og fleira. Hver sá eða sú sem hefur áhuga á praktískri náttúrufræði með sjávarnytjar í huga ætti að sækja um. Við erum við Breiðafjörð, eitthvert fegursta svæði landsins. Auglýsingin er hér með betri umfjöllunu um staðinn og stöðuna.


Meira

Við erum í toppmálum

IFF er stærsti eigandi Þörungaverksmiðjunnar. 

Nýlega gaf IFF út ársyfirlit. Þar er tvívegis minnst á Thorverk og einungis vegna framúrskarandi frammistöðu. 


Meira

Við erum í Cork á Írlandi

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum verður með kynningu á 5. ráðstefnunni um þörunga og heilsu í lok maí. 

Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar eru kynntar niðurstöður rannsókna um úrvinnslu alls kyns þörunga fyrir lyfjaiðnaðinn og til heilsbóta á ýmsan hátt. Kennd er matreiðsla þörunga og gefið smakk. 

Þörungamiðstöð Íslands verður kynt, en hún var stofnuð 2022 á Reykhólum og er ætla að vera aðsetur rannsókna og úrvinnslu á þörungum. Verið er að setja í stand húsnæði og kaupa tæki sem nýtast við vöruþróun og rannsóknir. 


Meira

Vor fyrir vestan?

Höfnin full af skipum og sláttuprömmum
Höfnin full af skipum og sláttuprömmum
1 af 3

Allt gengur vel með undirbúning og gangsetningu þangvertíðar. Enn er búið að skipta út skaptinu og hausunum á hömrunum og prammarnir líta vel út. Karlsey var í slipp í Njarðvík í lengri tíma og kom uppstríluð til baka. 


Meira