.. og enginn þeirra dó. Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló.
Árshátíð Þörungaverksmiðjunnar var haldin um helgina sem leið. Allir fengu góðan mat, góðan félagsskap og gott hótelherbergi.
Á laugardeginum var farið í flug yfir Ísland. Þar sem Óli skrækti og Águsta lyfti fótum, mun Viktor hafa kúrt sig niður í bringu með lokuð augun. En þetta var svaka gaman. Á eftir fóru allir á Kaffivagninn við höfnina og kláruðu kleinurnar, kanelsnúðana og hjónabandssæluna. Svaka gaman.
Óvenjumikill snjór hefur verið í Reykhólahreppi að undanförnu. Einnig eru fjörar klakabundnar. Grettir hefur siglt gegnum þunnan lagnaðarís á leið á þaramiðin.
Þörungaverksmiðjan tekur nú virkan þátt í að stofna Þörungamiðstöð Íslands á Reykhólum. Þetta er rannsókna- og þróunarsetur um þörunga á Reykhólum. Tilgangur þess er að efla rannsóknir, vinnsluþróun og fræðslu með áherslu á stórþörunga, vistfræði þeirra, vöxt og uppskeru, ræktun og notkun. Þetta verður gert í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir, háskóla, fyrirtæki sem og Reykhólahrepp.
Sveitarstjórn Reykhólahrrepps vill stuðla að fjölbreyttari atvinnu ekki síst með því að finna nýjar leiðir til nýtingar auðlinda sveitarfélagsins. Gott byrjunarskref er tekið með því að auðvelda aukið rannsóknar- og þróunarstarf og bjóða til þessa aðstöðu og þjónustu bæði handa nýjum og eldri íbúum. Þátttaka í stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands sýnir þessa stefnu í verki og staðfestir sterka framtíðarsýn fyrir þorpið sem var byggðist upp vegna stofnunar Þörungavinnslunnar eða þang og þaraþurrkunarstöðvar á áttunda áratug síðustu aldar.
Hafrannsóknir sem fylgjast með klóþangi, magni þess og endurvexti eru gífurlega mikilvægar. Þetta á við bæði fyrir haghafa eins og Þörungaverksmiðjuna sem og alla sem nytja og njóta lífríkis Breiðafjarðar. Höfundar skýrslunnar eru Karl Gunnarsson, Julian Burgos, Lilja Gunnarsdóttir, Svanhildur Egilsdóttir, Gunnhildur I. Georgsdóttir og Victor F. Pajuelo Madrigal
Sveitungar, starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Gleðilieg jól og farsælt komandi ár. Enn einu sinni fögnum við slysalausri tíð. Þökk sé ykkur öllum. Njótið mesta skammdegisins með fjölskyldum og vinum. Með kveðju frá Finni og Stuart.
Á undanförnum árum hafa Kredit info og Viðskiptablaðið veitt fyrirtækjum á Íslandi viðurkenningu fyrir góðan rekstur, skilvirni og fagmennsku.
Góð tíðindi berast frá umhverfisvöktun. Þrávirk lífræn efni fara minnkandi í umhverfinu. Þungmálmar hins vegar standa nokkurn veginn í stað, enda eru þeir taldir koma frá okkar spræka eldfjallalandi við veðrun bergs.
Einnota plast getur lent i sjónum. Oftast brotnar það einnig niður í örfínar trefjar sem geta þvælst í tálkn fiska. Thorverk ákvað nýlega að ganga til samstarfs við Silfraberg sem selur þunnt pökkunarplast sem er sterkt, niðurbrjótanlegt og endurvinnanlegt.
Hæfileg auðlindanýting er Þörungaverksmiðjunni hjartans mál. Á sama hátt er mengun og úrgangsmál mikilvæg. Grettir og prammar nota dísil olíu í ferðir og slátt svo að þrátt fyrir notkun jarðvarma í þurrkun þá er útblástur koltvísýrings talsverður á hverju ári.