Að undanförnu hafa MATÍS og Þörungaverksmiðjan tekið höndum saman við að prófa að nota þang úr Breiðafirði á nýstárlegan hátt. Doktorsneminn Anna Þóra Hrólfsdóttir hefur haft veg og vanda að úrvinnslu gagna sem safnað er á meðan þessum tilraunum stendur.
Í þessari tilraun er verið að kanna hvort hægt sé að nýta andoxunarefni þangsins í matvælaiðnaði. Er það gert í samstarfi við Síldarvinnsluna á Neskaupsstað. Þannig að ferðum þangsins er aldeilis ekki lokið.