Afbragð með öryggi ef þú tekur tvær.

 

Afbragð með öryggi

Þörungaverksmiðjan Thorverk þurrkar sjávargróður úr Breiðafirði sem er að hluta til á náttúruminjaskrá. Thorverk er iðnver sem framleiðir vottað lífrænt gæðamjöl úr þara og þangi. Við framleiðsluna er notað sjálfrennandi heitt vatn úr holum okkar á Reykhólum. Þörungaverksmiðjan leggur upp úr því að sýna aðgát, stunda slysalausa starfsemi, stuðla að jafnrétti og efla góðan vinnuanda. Gæði náttúrunnar eru höfð í hávegum. Þörungaverksmiðjan er hreykin af því að hafa fengið viðurkenningu fyrir slysalausa starfsemi 2012-2013-2014-2015-2016 frá stærsta hluthafanum, FMC. Á árinu 2017 tók duPont við þessum eignarhluta og leggur sá eigandi einnig mikla áherslu á öryggismál.  Einkunnarorð Thorverks eru: „Afbragð með öryggi“ . Í daglegu tali eru starfsmenn minntir á að flýta sér hægt, staldra við augnablik til að gera verkáætlun sem tekur mið af því að meiða hvorki sig né aðra í daglegu vafstri. Svo að öryggisáminningin hljómar þá: ,,Taktu tvær " (mínútur til að finna öruggustu aðferðina við verkið). 

I Öryggi

Öryggi og aðgát fyrirtækisins nær til mannafla, starfseminnar og verkferla, eigna verksmiðjunnar og gesta. Við leitumst við að halda verksmiðjunni, tækjum og verkfærum í góðu standi. Gott viðhald getur að hluta til komið í veg fyrir ótímabær óhöpp og slys. Tækjabúnaður, skip og allur búnaður er í stöðugu viðhaldi og endurnýjun. Brunavarnir eru til staðar og uppfærðar reglulega. Öryggisáætlanum er haldið í umræðu og gátlistar eiga að vera til fyrir öll verk. Nýtt starfsfólk og verktakar fá þjálfun og upplýsingar um hvernig verkum og umgengni skuli háttað og allir eru hvattir til að benda á það sem betur mætti fara. Örugg samskipti og tölvubúnaður eru einnig undir eftirliti. Persónulegar öryggishlífar er ávallt notaðar, og á það einnig við gesti. Þörungaverksmiðjan hefur vinnslusvæðið lokað fyrir almennri umferð. Þörungaverlksmiðjan leitast við að hvetja alla til varkárni, ekki síst nærsamfélagið á Reykhólum. Verksmiðjan leggur sitt af mörkum til að auka öryggi íbúanna til dæmis með stuðningi við hjálparsveit heimamanna.  

 

II Umhverfisvernd og nýting náttúruauðlinda

Við viljum stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávargróðurs i Breiðafirði og skal hún miðast við niðurstöður rannsókna. Ekki skal tekið meira en endurnýjun og vöxtur stendur undir. Sjálfstæðar alþjóðlegar vottunarstofnanir (QAI) fara yfir sjálfbæra nýtingu verksmiðjunnar. Vara okkar er í einu og öllu lífræn framleiðsla vottuð af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum Við fylgjum ráðgjöf um hámarksafla, aðlögum starfsemina að góðri umhverfisstjórnun og reynum árlega að gera betur en áður. Að jafnaði er ekki slegið oftar á hverjum bletti en á fjögurra ára fresti. Þeirri reglu hefur verið fylgt í 40 ár.   Thorverk styður rannsóknir í Breiðafirði. Einkum á það við rannsóknir á þörungum en jafnframt einnig um vistkerfin og áhrif þörungatekju á þau. Íslenskar orkurannsónir (ISOR) fylgjast reglulega með jarðvarma á Reykhólum og þeim holum sem verksmiðjan nýtir. Þörungaverksmiðjan stefnir að því að nýta orkuna vel og fara ekki framúr þeim eindurnýjunarhraða sem jarðvarmaholurnar sýna. Flæðið hefur því nær ekki breyst frá upphafi notkunar. Þörungaverksmiðjan vill gefa öðrum kost á að nýta affall verksmiðjunnar. Hæsta hitastigið (80-100°C) er heppilegt fyrir iðnaðarþurrkun en lægra hitastig getur hentað annarri starfsemin. Við stundum rafræn viðskipti og bókhald. Við daglegan rekstur notum við visthæfar vörur, t.d. svansmerktan pappír og viðurkennd mild eða vottuð hreinsiefni. Við flokkum og skilum sorpi í samræmi við kröfur sveitarfélagsins og forðumst einnota umbúðir. Umbúðir verksmiðjunnar eru þvi stórar og jafnframt er afgreitt mjöl í skipslestir úr sílói.

 

III Mannauður

Við leitumst eftir að efla öryggi og heilsu starfsmanna Við viljum ráða karla og konur til jafns í hvaða stöðu sem er. Við greiðum sömu laun fyrir sambærilega reynslu við svipaða vinnu og ábyrgð. Starfsmönnum er ekki heimilt að vinna undir áhrifum vímuefna af hvaða tagi sem er. Brot á þessari reglu varða brottrekstur. Við sækjumst eftir að hafa vinnustaðinn öruggan og viðmótið glaðlegt og uppörvandi. Þess vegna sýnum við sanngirni og virðingu í samskiptum, vinalega framkomu, liðveislu og sveigjanleika gagnvart þörfum starfsmanna. Einelti verður ekki liðið, fordómar eða miðmundun ekki heldur. Nýtt starfsfólk fær þálfun frá reyndum starfsmönnum Við hvetjum starfsfólk til þroska og hvetjum til viðbótarmenntunar og þjálfunar

 

 IV Ánægður viðskiptavinur

Viðskiptavinir er í öndvegi hjá okkur. Öllum er þjónað af sömu lipurð. Við hlustum eftir væntingum þeirra við að framleiða afbragðsvöru Framleiðslan okkar á að halda gæðum og sýna stöðuga fagmennsku í framleiðslunni Varan er merkt lotunúmeri og hægt er að rekja hana til ákveðins framleiðslutímabils. Þannig er hægt að fylgja eftir galla og laga framleiðsluaðferðir að betri árangri. Við reynum að fræða viðskiptavini um innihald og hollustu vörunnar og aðrar hliðar á nýtingu sjávargróðurs.

 

V Afbragð í gæðum

Þörungamjölið okkar er gæðavara úr náttúrulega hráefni. Þari, þang og þörungamjöl nýtast til matar. Einnig í matvælaiðnaði og fæðubótarefnum. Efnin eru jafnframt notuð í húðvörur, snyrtivörur og húðlækningar. Jafnfamt er þörungamjöl notað í dýrafóður og ekki síður sem áburður í lífrænni ræktun. Mjölið inniheldur því mild virk efni, steinefni, amínósýrur og snefilefni sem glæða vöxt og heilbrigði. Þörungaverksmiðjan kynnir mjölið sem eitt af því besta sem býðst í þessum vöruflokki á alþjóðamarkaði. Það er fengið með vönduðum vinnubrögðum og alúð starfsmanna á hverju stigi framleiðslunnar. Ætíð er reynt að fullnýta hráefni og hámarka gæðin.

 

VI Félagsauður

Þörungaverksmiðjan er á Reykhólum, A-Barðastrandasýslu og er einn stærsti vinnuveitandi svæðisins. Hún á langa en sveiflukennda sögu sem hefur fyllt vel á reynslusarpinn. Það eru íbúar svæðisins sem hafa lagt sín lóð á vogarskálina til að byggja upp og efla þörungaverksmiðjuna, en upphafsmaður hennar var verkfræðingurinn Sigurður Hallsson. Þegar vel gengur leggur verksmiðjan samfélaginu lið með þvi að styðja góð málefni og sýna félagslega ábyrgð í verki. Má þar nefna styrk við félagsstarfsemi ungmenna, stuðning við íþróttaiðkun, framlag til björgunarbáts og fleira sem styður gott mannlíf. Við leitumst við að ná góðri samvinnu við sveitarfélagið og íbúa á öllum aldri þótt alltaf megi gera betur.