Fréttir

Gróðursetning

Blágreni
Blágreni
1 af 9

Það er löngu komið sumar. Samt standa skógarplönturnar í röðum og bíða þess að komast í jarðveg. En 1. og 2. júlí tókst nú að gróðursetja hátt í 700 plöntur. Og þannig verður það á næstu vikum. Um leið og færi gefur verður allt sett niður. 

Kannað var hvernig gróðursetningu undanfarinna ára reiðir af í Barmahlíðarskógi. Lifun er nokkuð góð, en misjafnt eftir tegundum. Best stendur sig grenið og furan er líka seig. Birkið kemur upp en vex hægt. Fyrir nokkrum árum kom snjóflóð ofan úr hlíðinni við Barmahlíðarskóginn og síðan þá má sjá laskaða stofna af furu og birki. Aspir og lerki eru ekki spræk í Barmahlíðarskógi.