Fréttir

Framkvæmdir við Reykhólahöfn

Tækin
Tækin
1 af 5

Gatið er reyndar enn á sínum stað en nú hefur verið rekið niður þil að hluta til sunnan og vestan við athafnasvæðið. Að auki hafa kantar verið styrktir, og vegurinn breikkaður sem nemur tveimur útskotum. 

Hlé hefur verið gert á framkvæmdum, meðal annars vegna þess að risavaxin tæki vegagerðarinnar hafa orðið að sinna öðrum meira aðkallandi verkefnum á þessum tíma. Það er Borgarverk sem hefur sprengt stórgrýti úr lágum ás rétt við veginn niður að Karlsey. Þetta eru heilmiklar framkvæmdir og aðstaðan verður miklu betri á eftir.