Fréttir

Vor fyrir vestan?

Höfnin full af skipum og sláttuprömmum
Höfnin full af skipum og sláttuprömmum
1 af 3

Allt gengur vel með undirbúning og gangsetningu þangvertíðar. Enn er búið að skipta út skaptinu og hausunum á hömrunum og prammarnir líta vel út. Karlsey var í slipp í Njarðvík í lengri tíma og kom uppstríluð til baka. 


Meira

Yfirlit áranna 2023 og 2024

Árið 2023 var meðal farsælustu ára í rekstri Þörungaverksmiðjunnar. Sem betur fer náðist megin markmiðið; engin slys eða meiðsli urðu á starfsmönnum eða verktökum. Það er í samræmi við að hafa öryggi starfsmanna ávallt í fyrirrúmi og mikið er lagt upp úr stöðugri þjálfun og þátttöku starfsmanna í öryggismálum.


Meira

Útkall á karla

Enn er mottumars. Og sokkarnir komnir í hús. Í ár eru karlar hvattir til að hreyfa sig við öll tækifæri sem gefast. Sumir fara í kvöldfótbolta, aðrir ganga heim. Allir hafa gott af því að hreyfa sig. 


Enn af höfninni

1 af 3

Nú hafa flest tæki verið flutt af hafnarkantinum. Verktakarnir eru langt komnir með að ganga frá. Enn vantar þó hlífðarkápuna og alla polla. Færa þarf ljósastaura og breikka heimkeyrsluna. 


Meira

Enn framfarir við höfnina

veðrið hefur verið fremur milt
veðrið hefur verið fremur milt
1 af 3

Unnsteinn Birgisson er flinkur að taka myndir með drónanum sinn. Á undanförnum misserum hefur hann gert eins konar myndaseríu um breytingar á höfninni við Reykhóla. 


Meira

Vegaframkvæmdir

Vegur yfir Djúpafjörð
Vegur yfir Djúpafjörð
1 af 3

Það þarf ekki að fræða íbúa sveitarfélagsins um vegalagningar á svæðinu. En það er gaman að sjá firðina, sjóinn og fjöruna frá nýju sónarhorni. Enn kemur á óvart hve klóþangið er útbreitt. innan við rifjur og flúrur vex það einnig í Djúpafirði í þykkum breiðum. 


Meira

Gleðilega nýja höfn!

Enn er verið að vinna í hafnarköntunum á Reykhólum. Nú er verið að reka niður þil að austanverðu og flest vandamál eru þegar yfirstigin. Það er varasamt að fara of langt fram eftir bryggju því verkfæri og ýmsilegir aukahlutir liggja á víð og dreif. 


Meira

Eggert kveður

Eggert Ólafsson er hættur- í bili í það minnsta
Eggert Ólafsson er hættur- í bili í það minnsta

Eggert Ólafsson, ættaður frá Skarði á Skarðsströnd var að kveðja. Í það minnsta i bili! 


Meira

Nýir starfsmenn að utan

Robert, Natascha og Marcus
Robert, Natascha og Marcus

Eins og annars staðar á landinu vantar stöðugt starfsfólk, ekki síst þegar unga fólkið snýr aftur í skóla. Í haust hefur bæst við nýtt vinnufólk. Þau eru frá Þýskalandi, Lettlandi, Úkraíu og Póllandi. 


Meira

Enn af hafnarvinnu

Enn er unnið er að lagfæringu og uppfærslu á höfninni á Reykhólum. Það hætta sér ekki margir fram á bryggju til að verða ekki fyrir stórum vinnutækjum verktaka. En Unnsteinn Birgisson er einkar lunkinn við að taka drónamyndir af athafnasvæðinu. 


Meira