Fréttir

Enn af höfninni

1 af 3

Af þessum sökum varð útflutningur á mjöli úr turnum Þörungaverksmiðjunanr að fara um höfnina á Hólmavík. Dögum saman lá flutningalest með þörungamjölfarma yfir til Hólmavíkur. Þar var fólk forvitið um skip og flutningahalarófuna. Einnig sást til sela skemmta sér við skipið. En það var lítið gaman að sjá hvernig vegir gáfu eftir við þessa flutninga. Malbik tættist sundur, holur mynduðust á öllum vegum. Þetta er reyndar einnig staðreynd með vegi vestan við Reykhólaafleggjarann og vestur á Vesturfirði. Því miður. Þungaflutningar á vegum eru afar dýrir fyrir viðhald og nýjar vegalagningar.