Unnsteinn Birgisson er flinkur að taka myndir með drónann sinn. Á undanförnum misserum hefur hann gert eins konar myndaseríu um breytingar á höfninni við Reykhóla.
Núer hægt að sjá að næstu og nærri síðustu skref eru a fylla upp með efni utan við gamla þilið en innan við það nýja. Bryggjan mun greinilega breikka heilmikið og lengjast. Þar með verður hægt að snúa við og mæta stórum farartækjum á leiðinni niður að hafnarbakka. Þetta verður mikil breyting í vinnuaðstöðu við löndun og útskipun.