Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri verður Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson

Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson, Rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Ættaður frá Svefneyjum á Breiðafirði og bjó í Stykkishólmi um tíma þar sem hann stundaði sjómennsku og var framkvæmdastjóri HSH.

 Ásbjörn hefur yfir 30 ára reynslu af stjórnun á framleiðslu og útgerðar fyrirtækjum jafnt á Íslandi sem og í Evrópu og Chile. Ásbjörn hefur undanfarin ár verið í Chile þar sem hann hefur sinnt ráðgjafaverkefnum eftir að hafa stýrt þar sjávarútvegsfyrirtæki með 2 verksmiðjur og 4 báta.

 Þar áður starfaði hann fyrir Bakkavör og Jökull hf. á Raufarhöfn. Ásbjörn er áhugamaður um íþróttir almennt og útiveru og hefur Breiðafjörður lengi verið í uppáhaldi hjá honum.