Fréttir

Fundur um framtíð Þörungaverksmiðjunnar

Reykhólahreppur stendur fyrir kynningarfundi um framtíð Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Fundurinn verður í matsal Reykhólaskóla, miðvikudaginn 18. október kl. 16 - 18. Fundurinn er öllum opinn og er haldinn fyrir alla þá sem hafa hagsmuna að gæta gagnvart stöðu verksmðjunnar í samfélaginu nær og fjær.

Tilefnið eru áform um stóraukna sókn í þang í Breiðafirði, lagasetning um öflun sjávargróðurs í atvinnuskini og rannsóknir á þangi og þara.

Dagskrá fundarins er þessi:
1. Setning                                                               Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.
2. Rannsóknir á þangi og þara - framhald.                  Dr. Karl Gunnarsson sérfræðingur, Hafró.
3. Ný löggjöf um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.    Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur, Atvinnu- og nýsköpunarrn. 
4. Nýting sjávargróðurs í atvinnuskyni.                       Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands.
5. Framtíðarsýn Þörungaverksmiðjunnar.                    Finnur Árnason framkvæmdastjóri, Þörungaverksmiðjunni.
6. Leyndarmál í uppsiglingu                                       María Maack fulltrúi, ATVEST
7. Fyrirspurnir og umræður súpa í boði .

Vonandi koma sem flestir !