Fréttir

Ágústa flutti fyrirlestur hjá VÍS um öryggismál

Ágústa í pontu
Ágústa í pontu

Ágústa Ýr Sveinsdóttir öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar var fulltrúi okkar á hinni árlegu  forvarnarráðstefnu VÍS eða Vátryggingafélags Íslands. Ráðstefnan var vel sótt og var til þess tekið að Ágústa hafi komið fulltrúum ráðstefnunnar til að hlæja nokkrum sinnum. Víst er að hróður Þörungaverksmiðjunnar vegna árangurs í öryggis- og slysamálum er að berast út. 

Að þessu sinni var það Síminn sem fékk forvarnarverðlaun VÍS en öryggismál eru almennt að komast á dagskrá í íslenskum atvinnuvegum.