Fréttir

Enn af hafnarvinnu

Um miðjan ágúst 2023 leit höfnin út eins og hér er sýnt. Erfitt hefur verið að reka niður stálþilin í beinar línur og hefur efni ítrekað losnað og hrunið út í sjó. Taka þurfti upp hluta stálþilsins til að rétta kanta en nú fer vinnan að færast inn í höfnina svo hægt verði að strengja þversum á milli þilja og halda efninu í skefjum. Myndirnar tala sínu máli.