Fréttir

Fjallað um þörunga í Iceland review

Nokkrar greinar í Iceland Reveiw, sem er tímarit á ensku um íslensk málefni, fjalla um þörunga. Þarna er lýst íslenskri hollustu og hvernig söl, sem eru handtínd, rata á veisluborð í Danmörku og Englandi. Einnig er viðtal við Eydísi sem heldur utan um húðvöruframleiðandann Zeto. Keresis sem nýtir trefjar innan úr fiskroði til að halda saman sárum er í annarri grein, en það er einnig vestfirskt fyrirtæki. Nokkrar myndir fylgja greininni og er ein af Þörungaverksmiðjunni.