Kæru landar á ferðalagi. Í Þörungaverksmiðjunni er lokað fyrir gestaheimsóknir. Það er hættulegt að fara um hafnir þar sem fluttir eru tugir tonna af þangi frá borði í skipum og upp á drátarvélavagn, sjóðandi hitt hveravatn flæðir um rör og færibönd og gámaflutningabílar koma til að sækja farma. En á Reykhólum skammt frá búðinni /Restaurant 380 er hins vegar Hlunnindasýningin. Þar eru sýndir þörungar úr Breiðafirði, mjöl sem er útflutningsvara Þörungaverksmiðjunnar og ýmsir hlutir sem gerðir eru úr þörungum. Nýtið ykkur þetta og spyrjið út í Þörungaverksmiðjuna þar.