Fréttir

Grettir eins og nýr

Nýr landgangur eykur öryggi
Nýr landgangur eykur öryggi
1 af 3

Löndunarskipið Grettir er í daglegri notkun á meðan þang- og þaravertíðum stendur. Þegar hlé er gert milli vertíða þá er skipið sent í slipp til viðgerða, almenns viðhalds og annarra breytinga. 

Vorið 2023 var Grettir í Njarðvíkurslipp eða réttara skrifað Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Nýr togkrani, sem sér um lestun þangtrossa og sláttugreiður þara, var settur upp í stað krana sem þó hafði dugað Þörungaverksmiðjunni vel og lengi. Jafnvægisstilling fór jafnframt fram og farið var fram á sérstaka styrkingu til að tryggja öryggi skips og áhafnar.  

Grettir er stolt Þörungaverksmiðjunnar og áhöfnin á hrós skilið fyrir árvekni og vel unnin störf.