Fréttir

Of gott veður

glaðasólskin
glaðasólskin
1 af 2

Stundum er veðrið bara of gott. Ef hitastigið fer upp undir 20°C og allir að hamast í löndun þá er einfaldlega ekki hægt að vinna endalaust án þess að njóta. Se betur fer á Þörungaverksmiðjan gott grill. Heimir brá á það ráð að skreppa í búðina og keypti upp allar pylsur og lambasneiðar. Svo tók Viktor að sjálfsögðu við töngunum og grillaði út og suður ofan í allt liðið. 

Svona eiga sumardagar að vera. Gott veður, góður matur, góður félagsskapur. - Já og takk Sigga hans Heimis fyrir glæsilegt kartöflusalat.