Fréttir

Rannsóknir á hrossaþara í Breiðafirði

María Maack, Karl Gunnarsson, Erlendur Bogason, Þorgeir Kristófersson
María Maack, Karl Gunnarsson, Erlendur Bogason, Þorgeir Kristófersson
1 af 6

 

Nú voru nokkrir sömu rannsóknarreitir endurkannaðir og svipaðar mælingar gerðar. Markmiðið er að sannreyna aðstæður á svæðinu og hegða slæðingu í samræmi við niðurstöður. Sex sýni voru tekin af hverjum þarabletti, þaraþönglar voru vigtaðir, lengdin mæld og árhringir (aldur) lesnir fyrir hvert af um 250 sýnum. Að auki var reynt að greina magn og tegundir af meðafla eins og skeljum, kuðungum, öðrum þörungategundum. Þessi rannsókn er liður í rannsóknum Karls við að áætla heildar-lífmassa nokkurra þörungategunda sem staðið hafa frá 2016. Horft er til Ascophyllum nodosum, Laminaria digitata og jafnframt Laminaria hyperborea við norðurströnd Íslands.

Karl er þjálfaður rannsóknarkafari og hefur unnið með stórþörunga í yfir 40 ár. Það er því heiður fyrir Þörungaverksmiðjuna að stuðla að þessari viðbótarrannsókn á hrossaþara (L digitata) í ár.

Tveir aðstoðarmenn hans voru Erlendur Bogason og Þorgeir Kristófersson. Erlendur er þekktur af köfunarreynslu sinni í Eyjafirði og ferðum til jarðhitastaðanna í sjónum. Þorgeir á bátinn Skeley og hefur verið að skanna sjávarbotn og skeljar. Að auki lögðu margir starfsmenn þörungaverksmiðjunnar sitt lið við viktun og skráningu. 

Þessi mikilvæga rannsókn var að hluta styrkt af EC-Eureka verkefninu 1288 Veggy-coats í tengslum við RANNÍS.

Þörungadeild Hafrannsóknastofnunar mun síðan birta niðurstöður og greinar úr þessum rannsóknum.