Fréttir

Reykskynjarar á heimili allra starfsmanna

Hér gleðst Eggert yfir reykskynjurunum !
Hér gleðst Eggert yfir reykskynjurunum !
1 af 2

Á morgunfundi í síðustu viku barst í tal að vetur er framundan með dimmu og hálku. Líka það að með minnkandi dagsbirtu notar fólk gjarnan kerti til að lýsa upp heimili sín. Þeim fylgir því miður aukin eldhætta og hana ræddum við og þá auðvitað reykskynjara. Til að hafa allt á hreinu ákvað verksmiðjan að gefa hverjum starfsmanni reykskynjara - og rafhlöðu!

Á sama fundi bentu starfsmenn á að slökkvitækin í skólanum, þar sem við borðum yfirleitt í hádeginu, eru ekki merkt með endurskinsmerkjum. Að fengnu leyfi skóla- og sveitarstjóra splæstum við auðvitað í ný merki og munum setja þau upp á næstu dögum.