Fréttir

Stórflutningar

Þarna sést mjölið og frágangur á gámum
Þarna sést mjölið og frágangur á gámum
1 af 6

Heilmiklar tilfæringar þarf til að koma mjöli úr turnunum í útflutning að þessu sinni. Sérstaklega fóðraðir gámar dúk, framlenging á stútum og sniglum sem dæla mjöli frá turnum, 4 flutningabílar í stanslausum ferðum, heilt gengi af bílstjórum og hafnarvogin á Hólmavík koma allir við sögu þessa óvenjulega verkefnis. Skipuleggja þurfti í smáatriðum aðkomu flutningabílanna og taka niður girðingu og stækka hliðin. Það má heldur ekki fylla gámana of mikið því þá er hætta á að þungatakmörkun á vegum verði brotin. Þessir flutningar standa líklega í tvo heila vinnudaga. Verkefnið hefur reynt á samhæfni, nýjar lausnir og verið allt í senn óvenjulegt, krefjandi og svolítið spennandi. Þegar loks allt mjöl vertíðarinnar lendir í skipslestunum virðist öll vetrarvinna í Thorverk harla lítilfjörleg!