Fréttir

Þangsláttur hafinn

Fólk að fara yfir atriði sumarsins
Fólk að fara yfir atriði sumarsins
1 af 4

Sláttuprammar hafa verið sendir til sjós, færibönd í þurrkara og öll netin hafa verið endurnýjuð og bætt. Fanney Birgisdóttir uppskar lófaklapp fyrir sína fínu þolinmæðisvinnu við að koma netpokum í gott stand. Líklega eru þeir sterklegri og betur hannaðir en nokkru sinni fyrr. Einnig hefur loftræstingin verið endurnýjuð sem og búnaðurinn til að tæma sílóin. Þess vegna telur Thorverk  að útbúnaðurinn eigi að geta haldið út komandi uppskerutímabil. Við vonum að starfsfólkið haldist líka hraust og heilbrigt fyrst við sjáum hærri tölur um bólusetningar og færri smit á Íslandi miðað við árið í fyrra. Enginn starfsmaður Thorverks hefur fengið COVID enn sem komið er. Gleðilegt sumar !