Sem betur fer hefur ekki greinst smit af COVIT hjá verksmiðjufólkinu né öðrum sveitungum. Hjá Þörungaverksmiðjunni hafa allir húnar og aðrir fletir í almannarými verið sprittaðir tvisvar á dag og hópurinn borðar og fær sér kaffi í uppskiptum hópum.
Á sama tíma er Grettir í yfirhalningu í slippi. Sláttuprammarnir hafa nú þegar verið settir á flot, nýmálaðir og viðgerðir. Tíminn hefur verið notaður vel í gagngeran þrifnað, endurnýjun pípa og færibönd í sílóum.
Á sama tíma má greina frá ánægjulegum tíðindum: Verið er að breikka og dýpka rennuna inn að höfninni og Vegagerðin ætti einnig á að dýpka höfnina við legukantinn. Sveitarfélagið er á sama tíma að endurnýja stóru hlífðardekkin svo að bátarnir skemmist síður í hvassviðri. Fanney hefur að sjálfsögðu lokið við viðgerðir á pokum og endurnýtingu á lásum og húsið við sílóin eru í fínu standi.
Sláttumenn eru mættir á svæðið og hafa flikkað upp á bátana sína.
Við vonum að innsiglingin verði öruggari og betri í framhaldinu. Gleðilegt sumar kæru félagar og sveitungar.