Fréttir

Við bindum kolefni

Fyrra gengið
Fyrra gengið
1 af 4

Skógrækt er þekkt þjóðarátak sem ekki þarf að skýra fyrir okkur, en erlendir gestir reka upp stór augu og eru skeptiskir á að svona samtök náist með fólki. Skógrækt hefur auðvitað verið á dagskrá í meira en 100 ár og er enn á stefnu stjórnvalda. Ein nýjasta stjórnvaldsaðgerðin er frá ágúst 2022.

Gengið hjá okkur voru 7 manns, og þeim tókst að planta 1065 trjám á góðri morgunstund 

Um Orkunotkun Þörungaverksmiðjunnar:

Um það bil 1/3 dísileldsneyti fyrir dráttarvélar, tæki, uppskeruvélar og flutningaskip. – þessi losun er bundin og því dregur niður í kolefnisútblæstri hvað þessu munar
Um það bil 1/3 er jarðhiti til þurrkunar (engin útblástur)
Um það bil 1/3 er rafmagn fyrir færibönd, viftur, ljós, lyftara o.fl. Rafmangið kemur mest frá Vestfjörðum úr virkjunum Orkubús Vestfjarða, en þar sem einhverri orku er dreift hingað frá Landsvirkjun þarf að reikna með kolefnisútblæstri vegna selds úblásturskvóta. Fram á síðustu ár hefur verið eðlilegt að taka fram að engin losun fylgi jarðvarma og rafmagnsnotkun hér fremur en annars staðar á Íslandi (aðallega frá vatnsaflsvirkjunum). En nú þarf að endurreikna útblástur í samræmi vð hve mikið hver Íslendingur tekur á sig frá erlendum aðilum. Útreikningur fyrir aðstæður hjá okkur eru sýndar hér í sérstakri samantekt, - sem að vísu er á ensku.