Fréttir

Við viljum ráða vísindafólk

Stefnt er að meiri vöruþróun
Stefnt er að meiri vöruþróun

Auðlindastjóri vinnur náið með öllu stjórnunarteyminu og starfsfólki verksmiðjunnar. Alls kyns fræðsla, gagnaöflun, skýrsluskrif og teymisrannsóknir eru á dagskrá auðlindstjóra. Samstarf við íslenskar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Dagarnir eru fjölbreyttir en góð samskipti við umheiminn eru daglegt brauð. Alls kyns bakgrunnsmenntun kemur sér vel, en fyrst og fremst er leitað að fólki með opinn huga og viljan til að búa á landsbyggðinni í faðmi fallegrar náttúru.