Afbragð með öryggi, svo taktu tvær.

Afbragð með öryggi

Þörungaverksmiðjan (ÞV) er framsækið fyrirtæki sem sýnir varkárni í náttúru og umhverfi, þjálfar öryggi starfsfólks og beitir sér fyrir nýjungum. Stefna fyrirtækisins innanhúss var fyrst samþykkt 2022 með aðgerðaáætlun. Megin starfsemi ÞV er að þurrka klóþang og hrossaþara úr Breiðafirði sem er að hluta til á náttúruminjaskrá.  Við framleiðsluna er notað sjálfrennandi heitt vatn úr borholum á Reykhólum.  ÞV framleiðir lífrænt, þurrkað hágæða þang- og þaramjöl. Í starfsemi sinni stuðlar ÞV að vinnuvernd, heilsusamlegu umhverfi, jafnrétti og virðingu fyrir fólki og lífi. Grundvallaratriði allrar starfsemi er öryggi. Allt starfsfólk fær leiðsögn og þjálfun í að vera á verði um hættulegar aðstæður og er hvatt til að taka sér tvær mínútur til að skipuleggja ný verk og leggja til úrbætur á vinnustaðnum. ÞV vill að öryggismenning verði hornsteinn í samfélaginu. 

Þörungaverksmiðjan er hreykin af því að hafa fengið viðurkenningu fyrir slysalausa starfsemi 2012-2013-2014-2015-2016-2017-2018-2019-2020-2021 og 22. Núverandi stærsti hluthafi ÞV nefnist International Flavours and Fragrances eða IFF . Einkunnarorð IFF er Our World for the Better.   

GróðursetningÍ samræmi við siðferðisramma frá aðaleigandanum,  IFF.com,  leitast ÞV við að sýna heiðarleika, sanngirni, efla vöruþróun og nýta vísindalega þekkingu til að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt.

Reynt er að lágmarka útblástur frá starfseminni með því að gróðursetja í skógræktarreit Skógræktarfélagsins Bjarkar. Annað varðandi orkunotkun má lesa í samantekt um orkunotkun og samsetningu á raforkunni sem Þörungaverksmiðjunni býðst. 

Allir starfsmenn fara í gegnum kynningu á grunngildum ÞV og þurfa að laga sig að siðareglum fyrirtækisins.

Einkunnarorð Thorverks eru: „Afbragð með öryggi“. Í daglegu tali eru starfsmenn minntir á að flýta sér hægt, staldra við augnablik til að gera öryggisáætlanir ef verkið er ekki dagleg rútína, og temja sér bestu vinnubrögð með því að fara vandlega yfir vinnulýsingar sem eru í stöðugri endurnýjun. Allar verkáætlanir taka mið af því að vinna án þess að meiða sig eða aðra í daglegu vafstri. Svo að öryggisáminningin hljómar þá: ,,Taktu tvær " (mínútur til að finna öruggustu aðferðina við verkið). Hér á eftir fer nokkru ýtarlegri lýsing á nokkrum atriðum. 

 I Öryggi

Þörungaverksmiðjan leitast við að halda öruggri umgjörð um starfsemi félagsins, eignir þess og mannauð. Þá er öllum innviðum og búnaði fyrirtækisins vel við haldið þannig að óhöpp eða slys verði ekki rakin til gáleysis. Öll brunavarnakerfi eru á sínum stað og þau yfirfarin reglulega. Æfingar og meðhöndlun slökkvibúnaðar eru endurteknar árlega. Gildar viðbragðsáætlanir varðandi örugga ferla og iðnaðarrekstur eru fyrir alla starfsemi. Öryggi og aðgát fyrirtækisins nær til mannafla, skipulags, tækja, umferðar og verkferla, eigna verksmiðjunnar og gesta. SOP (staðlaðar verklagsreglur) eru sýndar í útskýrðum myndum fyrir hvert verkefni á starfstöðvum. Þær eru uppfærðar reglulega og notaðar í þjálfunarskyni. Nýir starfsmenn og verktakar eru upplýstir um stefnuna áður en þeir byrja að sinna vinnu. Allir þurfa að samþykkja með undirritun settar öryggisreglur sem gilda innan fyrirtækisins.

Upplýsinga- og samskiptatækni (IT) ætti að vera öruggt. Persónulegur heilsu- og öryggisbúnaður er stöðugt í notkun sem síðasta ráð til að forðast meiðsli og slys. Öryggisáætlanir og vinnureglur ættu að tryggja stöðugan rekstur og lágmarka tjón. ÞV leggur sitt af mörkum til að auka öryggis- og umhverfisvitund í samfélaginu.

 II Umhverfisvernd og nýting náttúruauðlinda

ÞV stundar sjálfbæra uppskeru sem byggir á stöðugri gagnasöfnun, GPS mælingar og vísindarannsóknum. Sláttuprammar klippa aðeins efsta hluta klóþangsins en skilja eftir fótfestur. Það er einnig í samræmi við umhverfisstefnu IFF að fylgja vísindalega studdri slátturáðgjöf. Leitast er við að grípa tækifæri til nýsköpunar og stuðla að betri lausnum í framleiðslu og vöruþróun.

Sjálfstæðar alþjóðlegar vottunarstofnanir (t.d. QAI) fara yfir starfsemina til að kanna hvort farið er eftir ströngum kröfum um sjálfbæra nýtingu. Vara okkar er í einu ogafter harvest öllu lífræn framleiðsla vottuð af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum bæði framleiðsluferlið og vörurnar. 

ÞV styður virkar þangrannsóknir á Breiðafirði til að búa yfir bestu fáanlegu þekkingu. Árið 2016 gerði Haf- og ferskvatnsrannsóknastofnun Íslands (Hafogvatn) þriggja ára rannsókn til að meta heildarlífmassa Ascophyllum nodosum og endurnýjunarhraða. Uppskeruráðgjöf (klóþang) leyfir slátt á allt að 4% af heildarlífmassa. ÞV skráir öll uppskerusvæði og slær að jafnaði aftur á sama stað að 4-6 ár liðnum. Aðferðin var sett þegar á fyrstu starfsárunum um 1976. Þessi grunnur tryggir enn frekar að veiðiátak ÞV skerðir ekki auðlindina í firðinum. Fjörðurinn er ríkur af sjávarlífi og bændur treysta á ýmsa aðrar auðlindir til tekljuöflunar, t.d. æðardún og fisk.

Íslenskar orkurannsónir, ISOR hefur eftirlit með jarðhitaholunum á Reykhólum. Þessar borholur gefa um 45 L/sek af um 100°C. ÞV hefur nýtingarleyfi fyrir allt að 35 L/sek. Stefnt er að því að auka orkunýtnina án þess að hnekkja endurnýjunargetu heitavatnsauðlindarinnar. Einnig býður ÞV upp á aðra notkun á frárennslisvatninu en það rennur til Saltverksmiðjunnar Norðursalts en það gæti breyst. Hæsta hitastigið (100°C) er heppilegt fyrir iðnaðarþurrkun (salt, sykursuðu og þörungaþurrkun) en lægra hitastig getur hentað annarri starfsemi.

Þörungaverksmiðjan stundar rafræn viðskipti og heldur grænt bókhald. Við daglegan rekstur notum við visthæfar vörur, t.d. svansmerktan pappír og viðurkennd mild eða vottuð hreinsiefni. Við flokkum og skilum sorpi í samræmi við kröfur sveitarfélagsins og forðumst einnota umbúðir. Umbúðir verksmiðjunnar eru þvi stórar og jafnframt er afgreitt mjöl í skipslestir úr sílói. Árið 2021 skipti Þörungaverksmiðjan yfir í pökkunarplast sem hefur minna umhverfisspor en áður var. 

 III Mannauður

Við leitumst við að ráða konur og karla jafnt í öll störf. Jafn laun eru tryggð fyrir sambærileg störf. Við viljum vinnustað sem er öruggur og stuðlar að góðri heilsu. Öll notkun nikótíns var bönnuð í aðstöðunni 1. apríl 2019 og notuðu margir tækifærið til að hætta að reykja. Notkun vímugjafa er óheimil með öllu. 

Með góðum og opnum samskiptum tökum við upp árangursríkt samstarf. Mismunun, einelti og fordómar eru ekki liðin. Við sækjumst eftir að hafa vinnustaðinn snyrtilegan, öruggan og viðmótið uppörvandi.

Stefnan er því að stunda samskipti sem einkennast af virðingu, lipurð og umburðarlyndi. Yfirmenn sýna því sanngirni og virðingu í samskiptum, kurteisi í framkomu, liðveislu og sveigjanleika gagnvart þörfum starfsmanna. Nýtt starfsfólk fær leiðsögn frá reyndum starfsmönnum. Við hvetjum starfsfólk til þroska. 

 

Í stefnu ÞV er lögð áhersla á að starfsmenn hafi möguleika á að skrá sig í betri menntun og þjálfun en fái samt laun. Þorverk er stærsti atvinnuvegurinn á svæðinu. Nokkrir starfsmenn þurfa að sækja sjómannanámskeið á 5 ára fresti, leyfi til rekstrarbúnaðar á vegum lögfræðistofnana. Aðrir eru í iðnnámi og geta nýtt tímann hjá Þorverki í skyldunám. Jafningjaþjálfun er nauðsynleg fyrir byrjendur og staðlaðar aðgerðir eru til sýnis fyrir öll verkefni og vinnustöðvar.

 IV Ánægður viðskiptavinur

Viðskiptavinir er í öndvegi hjá okkur. Öllum er þjónað af sömu lipurð. Við hlustum eftir væntingum þeirra við að framleiða afbragðsvöru. Framleiðslan okkar á að halda gæðum og vera vottur um stöðuga fagmennsku í framleiðslunni. Varan er merkt lotunúmeri og hægt er að rekja hana til ákveðins framleiðslutímabils. Þannig er hægt að fylgja eftir hugsanlegum galla og laga framleiðsluaðferðir að betri árangri. Við reynum að fræða viðskiptavini um innihald og hollustu vörunnar og aðrar hliðar á nýtingu sjávargróðurs. Þörungaverksmiðjan er eitt af 2,2% fyrirtækja sem hlotið hefur útnefningu sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. 

 V Afbragð í gæðum

Þörungamjölið okkar er gæðavara úr náttúrulega hráefni. Það er ríkt af efnum sem nýtast sem aukefni í áburð, í vinnslu matvæla- og dýrafóðurs sem og í snyrtivörur. Úr því (ásamt öðrum þörungum) er unnið þykkingar- bindi og hleypiefni sem nefnast alginöt. Þörungaverksmiðjan flytur út mjölið til annarra verksmiðja sem vinna alginötin úr hráefninu en að jafnaði eru notaðar sýrur og basar við þá vinnslu. Dæmi um algínatframleiðslu 

Þurrkunaraðferð Þörungaverksmiðjunnar tryggir að gæði þörungamjös frá Reykhólum sé með því besta í heiminum. ÞV leitast við í hverju skrefi ferlisins að ná sem bestum gæðum og hámarksverðmætum úr því hráefni sem landað er. Við upplýsum viðskiptavini okkar um vörur okkar og umhverfi verksmiðjunnar.

 VI Félagsauður og samfélagsleg ábyrgð

Þörungaverksmiðjan er í Reykhólahreppi (um 250 íbúar) og er einn stærsti vinnuveitandi svæðisins. Hún á langa en sveiflukennda sögu sem hefur fyllt vel á reynslusarpinn. Það eru íbúar svæðisins sem hafa lagt sín lóð á vogarskálina til að byggja upp og efla þörungaverksmiðjuna, en upphafsmaður hennar var verkfræðingurinn Sigurður Hallsson. Það er ekki síst þekking heimamanna og seigla sem hefur haldið verksmiðjunni gangandi frá 1976 en endurfjármögnun þurfti árið 1986 með þátttöku erlendra aðila. 

Þegar vel gengur leggur verksmiðjan samfélaginu lið með þvi að styðja góð málefni og sýna félagslega ábyrgð í verki. Má þar nefna styrk við félagsstarfsemi ungmenna, stuðning við íþróttaiðkun, framlag til björgunarbáts, endurskinsvesti fyrir alla krakka og fleira sem styður gott mannlíf. Við leitumst við að ná góðri samvinnu við sveitarfélagið og íbúa á öllum aldri þótt alltaf megi gera betur. 

Að sjálfsögðu er trúnaðarmaður á staðnum fyrir verkalýðsfélagið og reynt er að gera vel við þá sem standa sig vel í starfi. Við viljum vinnustað sem er öruggur og stuðlar að góðri heilsu. Öll notkun nikótíns var bönnuð á vinnusvæðinu 1. apríl 2019 og notkun vímugjafa er með öllu óheimil. Margir hafa notqað tækifærið og hætt að reykja. 

Í stefnu ÞV er lögð áhersla á að starfsmenn hafi möguleika á að skrá sig í betri menntun og þjálfun en fái samt laun. Nokkrir starfsmenn sækja sjómannanámskeið á 5 ára fresti, starfsmenn sækja vinnuvélanámskeið sem lýkur með  hæfnisprófum frá vottuðum kennsluaðilum. Sumar iðngreinar er hægt að taka á samningi hjá Þörungaverksmiðjunni og þá nýtist vinnutíminn Þörungaverksmiðjunni sem verklegt nám. Jafningjaþjálfun er nauðsynleg fyrir byrjendur og staðlaðar vinnuaðferðir eru til sýnis fyrir öll verkefni og vinnustöðvar.